Skip to main content

Um Bókstaf

Um Bókstaf Bókstafur var stofnaður á Egilsstöðum árið 2015. Markmið forlagsins er að halda úti metnaðarfullri útgáfustarfsemi í samstarfi við fagfólk og fyrirtæki á Austurlandi. Bókstafur hefur gefið út íslensk og þýdd skáld- og fræðirit fyrir börn og fullorðna. Bókstafur hefur einnig tekið að sér þýðingar og ritstjórn fyrir önnur fyrirtæki á Austurlandi.

Lesa meira

Ýmsar bækur

Hestar 4950 kr /**/   IS Hestar hafa löngum verið viðfangsefni teiknarans og málarans Pétur Behrens. Hann kynntist íslenskum hestum þegar í æsku á heimaslóðum. Meðan hann var enn í listnámi ferðaðist hann í fyrsta sinn til Íslands. Með þessu úrvali mynda langar höfundinn að kynna verk sín frá löngum starfsferli fyrir list- og hestaunnendum. EN Horses have been an important object in the long career of the artist Pétur Behrens. He got acquainted with the Icelandic horse back home in Germany. While he was still studying arts he visited Iceland for the first time. With...

Lesa meira

Barnabækur

Músadagar 1990 kr /**/ Bestu og þakklátustu hlutverk í heimi eru að verða amma og afi. Sögurnar vinnur Íris Dóróthea Randversdóttir upp úr örsögum sem margar hafa áður birst á Snjáldurskinnu. Bókin er ríkulega myndskreytt af Unni Sveinsdóttur. Í bókinni er brugðið upp myndum úr lífi músaömmu og músaafa með smámýslum sínum í dagsins önn. Það er bakað og brasað og hlegið og glimmerað og skæpað milli skerja. Óhætt er að segja að bókin sé sannkallaður ástaróður til barnabarna. Yndislestur fyrir alla, sérstaklega ömmur og afa! Einhver Ekkineinsdóttir 990...

Lesa meira

Ljóðabækur

Píslirnar hennar mömmu 490 kr /**/ „Píslirnar hennar mömmu“ er fyrsta ljóðabók Urðar Snædal. Urður er tveggja barna móðir og (fyrirmyndar?) húsmóðir á Akureyri en ætt hennar og uppruni er á Jökuldal. Hún þjáist af ólæknandi kaldhæðni og óviðeigandi húmor. Bókin kemur út í tengslum við Litlu ljóðahátíðina í Norðausturríki, 17. - 20 september 2015. Kápuna hannaði Ingunn Þráinsdóttir. Skapalón 490 kr /**/ Skapalón er fimmta ljóðabók Lubba klettaskálds. Hún kom fyrst út í litlu upplagi hjá höfundi árið 2012 en verður endurútgefin hjá...

Lesa meira

Aðrir útgefendur

Þungir skrifborðsþankar Sigurjón Bjarnason bókari á Egilsstöðum hefur um árabil ritað pistla þar sem hann setur fram ýmsar hugleiðingar sínar um lífið og tilveruna, stjórnmál, skattamál, félagsmál og siðalögmál. Hann hefur nú sent frá sér bókina „Þungir skrifborðsþankar“ þar sem hann birtir úrval þessara greina sinna sem sumar hafa birst áður í blöðum eða á netinu. Of mörg orð Góðærið er í algleymi og tiltölulega ung kona lendir í því að verða fullorðin. Sigríður Lára veltir fyrir sér íslensku samfélagi, barneignum, þunglyndi, hryllingsmyndum...

Lesa meira

Tilfinningabækur

Stundum verðum við reið 1490 kr /**/ Stundum verðum við reið er bók fyrir yngstu lesendurna. Hún fjallar um reiðina og hvernig hægt er að taka á málum þegar hún nær yfirhöndinni. Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vinna tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókinni eru, auk skemmtilegra teikninga, skýringamyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar. Þekkir þú afbrýðisemi 1490 kr /**/ Af hverju er alltaf allt flottara sem aðrir gera? Bókin...

Lesa meira

101 Austurland

101 Austurland - Gönguleiðir fyrir alla 4950 kr /**/   Í þessari bók er að finna nákvæmar lýsingar á skemmtilegum gönguleiðum sem henta allri fjölskyldunni ásamt kortum, upplýsingum um hækkun, göngutíma, vegalengd, gps-hnit og allt sem göngufólk þarf að vita áður en lagt er af stað. Skúli Júlíusson er fæddur árið 1974 og ólst upp á Egilsstöðum. Hann hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður á Austurlandi frá árinu 2009 og safnað að sér ógrynni af efni um gönguleiðir á Austurlandi. Hann hefur áður sent frá sér bókina 101 Austurland – Tindar og toppar, þar...

Lesa meira

Bækur eftir Marian Keyes

Rachel fer í frí 990 kr /**/ Leyfið mér að kynna Rachel Walsh. Hún notar skó númer 42 og svo mikið af eiturlyfjum að fjölskylda hennar pungar út dágóðri summu fyrir dvöl í Klaustrinu, fínustu meðferðarstöð Írlands. Eina ástæða þess að hún samþykkir að fara þangað er orðrómur um að þar gefi að líta gufuböð, líkamsrækarstöðvar og heilsulindir svo langt sem augað eygir, þéttsetnar rokkstjörnum í fráhvörfum. Svo þarf hún líka að komast í frí. Fjölskyldan heldur hins vegar áfram að verða henni til skammar. Klaustrið er ekki alveg eins og sögusagnir hermdu og … hvers vegna...

Lesa meira

Bókstafur

Bókstafur Hamingjugildran Útgáfutilboð: 4000 Ég á þig 3990 /**/ 101 Austurland 3990 kr /**/ 101 Austurland 2990 kr /**/ East Iceland 3990 kr /**/ Hestar 4950 kr /**/ Englar 1490 kr /**/ Er einhver þarna ? 1490 kr /**/ Rakel fer í frí 1490 kr /**/ Vatnsmelóna 1490 kr /**/ ...

Lesa meira