Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

 

Pantaðu þrjár bækur og við borgum sendingarkostnaðinn !

Útgáfudagur!

10922280 10152651394626442 8228174986187909079 o„Mamma tók tíðindunum að ég væri eiturlyfjasjúklingur mjög illa. Yngsta systir mín, Helen, var að horfa á sjónvarpið með henni þegar pabbi sagði henni fréttirnar. Eftir að hann hafði lokið samtalinu við Brigit hafði hann, að því er virðist, rokið inn í stofu og í tómu pati gusað út úr sér: „Hún dóttir þín er eiturlyfjasjúklingur.“ 

Það eina sem mamma sagði var: „Haaaa?“ og hélt áfram að horfa á Ricki Lake og hjólhýsahyski með mikið túberað hár. 

„En ég vissi það nú alveg,“ bætti hún við. „Hvað ertu að fara í flækju út af því?“ 

„Nei,“ sagði pabbi ergilegur. „Þetta er ekkert grín. Ég er ekki að tala um Önnu. Núna er það Rachel!““

„Rachel fer í frí,“ er komin út. Bókin er önnur bók metsöluhöfundarins Marian Keyes og er nú komin út á íslensku í þýðingu Sigurlaugar Gunnarsdóttur. 30. apríl 2015 er því stór dagur hjá Bókstaf en þetta er fyrsta bókin sem kemur út undir merkjum forlagsins.

 

Látið ekki blekkjast af sakleysislegum titlinum. Þó þetta sé vissulega sumarleyfabók þá er efni hennar af alvarlegra taginu. Marian Keyes er sérfræðingur í að fjalla um alvarleg málefni af miklu innsæi og kímnigáfu í senn. Í bókinni „Rachel fer í frí“ eru það fíknisjúkdómar sem hún tekur til meðferðar og byggir þar að hluta til á eigin reynslu. Bókin fer í dreifingu um og eftir helgi og verður til sölu allsstaðar sem því verður við komið. Þetta er kjörin sumarlesning í flugvélina, sumarbústaðin og á sólarströndina.

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100