Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

 

Pantaðu þrjár bækur og við borgum sendingarkostnaðinn !

Anna í Asparblæ

12193481 985499604826527 3183849353292228232 nAnna Shirley hefur lokið háskólanámi og er orðin skólastjóri í Summerside. Hún kemst fljótlega að því að ekki eru allir á eitt sáttir um ráðningu hennar. Pringle-fjölskyldan, sem ræður lögum og lofum í Summerside, er sérlega ósátt.

 

L.M. Montgomery skrifaði Önnu í Asparblæ árið 1936 en þá voru liðin fimmtán ár frá því að síðasta bókin í krónólógískri röð sögunnar, Rilla of Ingleside, kom út. Sagan segir frá þeim þremur árum sem Anna er skólastjóri í Summerside á meðan Gilbert er að ljúka læknanámi sínu í Kingsport. Anna leigir hjá ekkjunum í Asparblæ og kynnist nágrönnum og bæjarbúum Summerside. Bókin hefur ekki komið út á íslensku áður. Þýðandi er Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100