Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Kolfinna bokatindi„Í alvöru mamma. Ég trúi því ekki á ykkur að ætla að senda mig þangað. Þetta er bara útlegð!“ Kolfinna er 16 ára stelpa sem er send til ömmu sinnar á Eskifirði eftir að skóla lýkur um vorið. Hún hefur ekki miklar væntingar til lífsins á þeim stað en margt á svo sannarlega eftir að koma henni – og öðrum – á óvart.
Bókin er eftir Hrönn Reynisdóttir og er frumraun höfundar á bókmenntasviðinu. Kápumynd hannaði Perla Sigurðardóttir.

Musadagar kapa„Bestu og þakklátustu hlutverk í heimi eru að verða amma og afi.“ Sögurnar vinnur Íris Dóróthea Randversdóttir upp úr örsögum sem margar hafa áður birst á Snjáldurskinnu. Bókin er ríkulega myndskreytt af Unni Sveinsdóttur. Í bókinni er brugðið upp myndum úr lífi músaömmu og músaafa með smámýslum sínum í dagsins önn. Það er bakað og brasað og hlegið og glimmerað og skæpað milli skerja. Óhætt er að segja að bókin sé sannkallaður ástaróður til barnabarna. Yndislestur fyrir alla, sérstaklega ömmur og afa!

Afbrydisemi kapaAf hverju er alltaf allt flottara sem aðrir gera? Bókin er fyrir yngstu lesendurna og fjallar um afbrýðisemi og hvernig bera má kennsl á hana og vinna bug á henni.

Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vinna tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókinni eru, auk skemmtilegra teikninga, skýringamyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar.

Reidi kapaStundum verðum við reið er bók fyrir yngstu lesendurna. Hún fjallar um reiðina og hvernig hægt er að taka á málum þegar hún nær yfirhöndinni.

Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vinna tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókinni eru, auk skemmtilegra teikninga, skýringamyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar.

Ovart ThumbnailGuð sem kemur á óvart eftir Gerard W. Hughes er komin út í þýðingu Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar. Þetta er þekktasta bók höfundarins og hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. Gamalli visku og reynslu er miðlað til nútímafólks. Hughes (1924-2014) var maður íhugunar og bænar en jafnframt baráttu gegn þjóðfélagslegu óréttlæti, stríðsæsingum og umhverfisvá. Alvarleg mál eru stundum sett fram í gamansömum tón þegar varað er við trúarlegri hræsni.

indexAusturland er draumasvæði fjallgöngumannsins. Á svæðinu er fjallent, uppi á hálendi sem niður við firðina og ótal gönguleiðir í boði fyrir fjallagarpa. Þá gildir einu hvort menn eru að leita að krefjandi tindum eða léttari gönguleiðum. Enda hefur útivist á svæðinu vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.  

Nú er komin út bók um fjallgönguleiðir á Austurlandi.

MK Er einhver tharna forsida„Ég varð að fara aftur til New York og reyna að finna hann. Kannski var hann ekki þar en ég varð að athuga það því eitt var ég viss um: Hann var ekki hér.“

Anna Walsh er öll í skralli. Hún liggur í betri stofu foreldra sinna, lætur sig dreyma um að fara frá Dublin og komast aftur til New York. Til vina sinna. Til flottasta starfs í heimi. En, fyrst og fremst, til Aidans.

Vefmynd

Einhver Ekkineinsdóttir er 8 ára gömul. Henni er strítt á að eiga engan pabba svo hún heldur út í heim að leita hans. Sagan gerist í eins konar ævintýraheimi sem á köflum er mjög íslenskur, enda er höfundurinn mikill Íslandsvinur og hefur dvalið langdvölum hér á landi. Í gegnum söguna liggja einnig þræðir úr rússneskum ævintýrum. Bókin er eftir eistnesku skáldkonuna Kätlin Kaldmaa og kemur nú út í þýðingu Lemme Lindu Saukas Olafsdóttur. Myndskreytingar gerði Marge Nelk.

Forsíða2Í nóvember kemur út listaverkabók með hestamyndum listamannsins Péturs Behrens. Í bókinni verða yfir 100 myndir, unnar með ýmsum aðferðum sem allar tengjast hestum og hestamennsku. Skýringatextar eftir listamanninn eru við hverja mynd, á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

umrot 08minniFyrsta bók ársins hjá Bókstaf er önnur ljóðabók Huldu Sigurdísar Þráinsdóttur, Umrót. Bókin inniheldur glæný ljóð og kemur út á afmælisdegi höfundar, þann þriðja mars 2016. Útgáfuhóf verður haldið á Bókakaffi, Hlöðum kl. 17.00.

Marian Keyes: Að skrifa um fíkn

Rachel 1Rachel fer í frí hefur selst vel og situr á metsölulista Eymundsson. Höfundur bókarinnar, Marian Keyes, fjallaði einmitt um þessa bók þegar hún var gestur þáttarins World Book Club, eða Bókaklúbbur heimsins, á BBC World Service, á dögunum. Keyes byggir bókina að miklu leyti á eigin reynslu og margt á meðferðarstofnuninni og meðferðinni sjálfri er beint upp úr hennar eigin upplifun. En ekki allt.

„Persónurnar eru ekki byggðar á raunverulegu fólki,“ tekur hún fram. „Fólk sem er saman í meðferð tengist heilögum böndum trúnaðar sem ég myndi aldrei svíkja eða misnota með því að nota það í bók. Í persónusköpun leitaðist ég við að sýna sem flestar tegundir fíkna og mismunandi birtingarmyndir þeirra. En ég myndi aldrei setja raunverulega manneskju í bók. Þá væri ég að misbeita valdi mínu.“

 

Við ritun sögunnar þótti Marian mikilvægast að segja sögu af raunverulegu ferli afneitunar og uppgötvunar sem fíkill gengur í gegnum í meðferð. Einnig að sýna fram á að fíknisjúkdómar eru ekki eitthvað sem heldur sig á jaðri samfélagsins. Allir geta haft þá, óháð aldri, kyni, stétt eða stöðu.

„Ég hafði sjálf verið edrú í tvö og hálft ár þegar ég skrifaði bókina,“ segir Marian. „Og ég var mjög spennt yfir batanum. Mér fannst þetta óratími en eftir á að hyggja var ég enn mjög viðkvæm. Ég býst við að mig hafi langað til að segja frá og sýna að það er hægt að lifa hamingjusömu lífi, þrátt fyrir fíknina. Mín fíkn var í áfengi. Og ég hugsaði eitthvað á þá leið að ég gæti, jú, alveg hætt að drekka. Kannski tórað einhver 60 til 70 ár í viðbót en það yrði hreint helvíti. Eins og að skríða yfir eyðimörk, að lifa án áfengis, að hver sekúnda yrði barátta. En í staðinn eignaðist ég svo frjálst og frábært líf. Allt varð mögulegt. Og ég vildi að fólk vissi af þessu. Að bati frá fíkn er ekki refsing. Það er leið til nýs, fullorðnara og betra lífs.“

 

Aðspurð segir Marian ótalmarga hafa haft samband við sig á þeim 18 árum sem liðin eru frá þvi að bókin kom fyrst út. Margir hafi leitað sér aðstoðar eftir að hafa lesið og aðrir segja bókina hafa hjálpað sér að skilja hvað fíklar í fjölskyldu og vinahópi gengju í gegnum.

 

Marian segist hafa farið í meðferð með sama hugarfari og Rachel. Hún fór til að allir hættu að nöldra í henni. Hún taldi sig alls ekki vera fíkil en fannst ágæt hugmynd að fara í frí. Svo var hún líka forvitin um hina. Þessa sem ættu við „raunveruleg“ vandamál að stríða. Þess vegna var henni mikilvægt að Rachel færi í afneitun inn í meðferð, og að sem sögumaður væri hún sannfærð um að hún væri ekki fíkill. „Og auðvitað batnar ekkert öllum,“ segir Marian. „Margir fara í gegnum meðferð án þess að afneitunin haggist. Hún er svo sterk og hún er svo lúmsk. Þess vegna duga engingin vettlingatök við að ná í gegnum hana.“

 

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni

 

 

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100