Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Kolfinna bokatindi„Í alvöru mamma. Ég trúi því ekki á ykkur að ætla að senda mig þangað. Þetta er bara útlegð!“ Kolfinna er 16 ára stelpa sem er send til ömmu sinnar á Eskifirði eftir að skóla lýkur um vorið. Hún hefur ekki miklar væntingar til lífsins á þeim stað en margt á svo sannarlega eftir að koma henni – og öðrum – á óvart.
Bókin er eftir Hrönn Reynisdóttir og er frumraun höfundar á bókmenntasviðinu. Kápumynd hannaði Perla Sigurðardóttir.

Musadagar kapa„Bestu og þakklátustu hlutverk í heimi eru að verða amma og afi.“ Sögurnar vinnur Íris Dóróthea Randversdóttir upp úr örsögum sem margar hafa áður birst á Snjáldurskinnu. Bókin er ríkulega myndskreytt af Unni Sveinsdóttur. Í bókinni er brugðið upp myndum úr lífi músaömmu og músaafa með smámýslum sínum í dagsins önn. Það er bakað og brasað og hlegið og glimmerað og skæpað milli skerja. Óhætt er að segja að bókin sé sannkallaður ástaróður til barnabarna. Yndislestur fyrir alla, sérstaklega ömmur og afa!

Afbrydisemi kapaAf hverju er alltaf allt flottara sem aðrir gera? Bókin er fyrir yngstu lesendurna og fjallar um afbrýðisemi og hvernig bera má kennsl á hana og vinna bug á henni.

Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vinna tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókinni eru, auk skemmtilegra teikninga, skýringamyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar.

Reidi kapaStundum verðum við reið er bók fyrir yngstu lesendurna. Hún fjallar um reiðina og hvernig hægt er að taka á málum þegar hún nær yfirhöndinni.

Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vinna tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókinni eru, auk skemmtilegra teikninga, skýringamyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar.

Ovart ThumbnailGuð sem kemur á óvart eftir Gerard W. Hughes er komin út í þýðingu Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar. Þetta er þekktasta bók höfundarins og hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál. Gamalli visku og reynslu er miðlað til nútímafólks. Hughes (1924-2014) var maður íhugunar og bænar en jafnframt baráttu gegn þjóðfélagslegu óréttlæti, stríðsæsingum og umhverfisvá. Alvarleg mál eru stundum sett fram í gamansömum tón þegar varað er við trúarlegri hræsni.

indexAusturland er draumasvæði fjallgöngumannsins. Á svæðinu er fjallent, uppi á hálendi sem niður við firðina og ótal gönguleiðir í boði fyrir fjallagarpa. Þá gildir einu hvort menn eru að leita að krefjandi tindum eða léttari gönguleiðum. Enda hefur útivist á svæðinu vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.  

Nú er komin út bók um fjallgönguleiðir á Austurlandi.

MK Er einhver tharna forsida„Ég varð að fara aftur til New York og reyna að finna hann. Kannski var hann ekki þar en ég varð að athuga það því eitt var ég viss um: Hann var ekki hér.“

Anna Walsh er öll í skralli. Hún liggur í betri stofu foreldra sinna, lætur sig dreyma um að fara frá Dublin og komast aftur til New York. Til vina sinna. Til flottasta starfs í heimi. En, fyrst og fremst, til Aidans.

Vefmynd

Einhver Ekkineinsdóttir er 8 ára gömul. Henni er strítt á að eiga engan pabba svo hún heldur út í heim að leita hans. Sagan gerist í eins konar ævintýraheimi sem á köflum er mjög íslenskur, enda er höfundurinn mikill Íslandsvinur og hefur dvalið langdvölum hér á landi. Í gegnum söguna liggja einnig þræðir úr rússneskum ævintýrum. Bókin er eftir eistnesku skáldkonuna Kätlin Kaldmaa og kemur nú út í þýðingu Lemme Lindu Saukas Olafsdóttur. Myndskreytingar gerði Marge Nelk.

Forsíða2Í nóvember kemur út listaverkabók með hestamyndum listamannsins Péturs Behrens. Í bókinni verða yfir 100 myndir, unnar með ýmsum aðferðum sem allar tengjast hestum og hestamennsku. Skýringatextar eftir listamanninn eru við hverja mynd, á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

umrot 08minniFyrsta bók ársins hjá Bókstaf er önnur ljóðabók Huldu Sigurdísar Þráinsdóttur, Umrót. Bókin inniheldur glæný ljóð og kemur út á afmælisdegi höfundar, þann þriðja mars 2016. Útgáfuhóf verður haldið á Bókakaffi, Hlöðum kl. 17.00.

Bókstafur fer í frí!

SumarfríKæru viðskiptavinir og velunnarar. Við lokum sjoppunni frá 28. júní til 14. júlí, eða þar um bil.

Svo komum við aftur. Eins og ekkert c.

Silla og Sigga Lára

Vatnsmelóna kemur út - Marian Keyes á landinu!

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur

„Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaður minn fór frá mér. Þar sem hann var viðstaddur fæðinguna þá get ég bara gert ráð fyrir að þessir tveir atburðir hafi ekki verið algerlega ótengdir.“

Föstudaginn 9. júní gefur forlagið Bókstafur út þriðju bók írska metsöluhöfundarins Marian Keyes. Svo vel ber í veiði að höfundurinn sjálfur er staddur á landinu og mætir í útgáfuhóf í Eymundsson Austurstræti sem haldið verður á milli klukkan 17.00 og 19.00 föstudaginn 9. júní.

Það munu höfundur og þýðandi lesa upp úr bókinni og aldrei að vita nema Marian fáist til að árita nokkur eintök. Áður hafa bækurnar Rachel fer í frí og Er einhver þarna? Eftir Keyes komið út hjá Bókstaf og verða þær á sérstöku tilboði í Eymundsson í tilefni dagsins.

Panta bók

Lesa meira.....

Jólabókaflóðið byrjað hjá Bókstaf!

EinsogstelpaCover 01Um helgina kom úr prentinu þýðing Ingunnar Snædal á bókinni Eins og stelpa eftir Emer O'Toole. 

Eins og stelpa; Búningar, handrit og þor til að leika handritið á anna hátt, segir frá tilraunum höfundarins til að endurrita til ævaforna handrit sem konur laga sig að þegar kemur að hegðun, atferli og sjálfsumhirðu í hvívetna.

 

Lesa meira.....

Vantar þig textavinnu?

12238458 1479241369050792 6028295561882869685 oBókstafur sinnir ýmsum verkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svo sem ritstjórn, textagerð, þýðingum, prófarkalestri og hvað sem menn vantar. Getum þýtt á íslensku og ensku.

Hafið endilega samband og fáið tilboð.

 

Tvær nýjar ljóðabækur á Litlu ljóðahátíðinni

Litla ljoðahatiðinBókstafur gefur út tvær nýjar ljóðabækur í tengslum við Litlu ljóðahátíðina í Norðausturríki. Fyrstu ljóðabók Urðar Snædal, Píslirnar hennar mömmu, og fimmtu ljóðabók Lubba klettaskálds, Skapalón, en hún kom áður út hjá höfundi í takmörkuðu upplagi árið 2012. 

Lesa meira.....

Bókstafur á Ormsteiti

11224549 1522874368020825 2782627420245138845 oBókstafur tekur þátt í hátíðahöldum á Ormsteiti og verður með sölubás í Markaðstjaldinu á planinu við Nettó. Einnig verður lesið úr nýjum bókum á fimmtudag, föstudag og laugardag klukkan 16.00 og höfundur 101 Austurland - Tindar og toppar, Skúli Júlíussin, rekur inn nefið og áritar bækur. Sjáumst!

101 Austurland

fjollVefurinn 101 Austurland er nú kominn í loftið. Fjallaleiðsögumaðurinn knái, Skúli Júlíusson, miðlar þar upplýsingum og myndum sem hann hefur safnað og tekið sem fjallaleiðsögumaður undanfarin ár. Í sumar birtist á vefnum ein gönguleið á viku. Leiðsögurit með 101 gönguleið á Austurlandi kemur út hjá Bókstaf vorið 2016. 

Lesa meira.....

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100